Fara í efni

Ólögleg efni í gosdrykkjum og nasli

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

  Matvælastofnun hafa borist upplýsingar í gegnum Matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um ólögleg matvæli á markaði. Nánari lýsing:

  • Vöruheiti: Mountain Dew Code Red og Super Chill Fruit Punch gosdrykkir. Honey Nut Cheerios Snack Mix nasl.
       
  • Framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili: Vörurnar eru fluttar inn til Íslands og dreift af Hagkaupum, Holtagörðum, 104 Reykjavík.
  • Auðkenni / Skýringatexti: Um er að ræða gosdrykki í dósum og naslvöru í pokum. Gosdrykkirnir innihalda brómaða jurtaolíu og naslið inniheldur aukefnið BHT. Bróm er ekki að finna í gildandi aukefnalista reglugerðar nr. 500/2005 um breytingu á reglugerð nr. 285/2002 um aukefni í matvælum, með síðari breytingum. Aukefnið BHT er óheimilt að nota í naslvöru úr korni, kartöflum eða sterkju, sbr. lið 15.1 í gildandi aukefnalista. Allar þessar vörur eru því óheimilar á markaði
  • Laga- / reglugerðarákvæði: 5. gr. reglugerðar nr. 285/2002 um aukefni í matvælum, með síðari breytingum. 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum
  • Áætluð dreifing innanlands: Verslanir Hagkaupa um land allt.


Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?