Fara í efni

Olíuefni í snakki

Matvælastofnun varar neytendur við (mikilli) neyslu á Lay´s Bugles Nacho Cheese og Lay´s Bugles Original með best fyrir merkingu BF 22.11.2025, vegna þess að olíuefni sem ekki eiga heima í vörunum blönduðust í þær við framleiðslu. Ölgerðin hefur innkallað vörurnar í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

  • Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við
  • Vörumerki: Lay‘s
  • Vöruheiti: Bugles Nacho Cheese og Bugles Original
  • Geymsluþol: Best fyrir 22.11.2025
  • Strikamerki: 8710398502308 (Nacho Cheese) 8710398502636 (Original)
  • Framleiðandi: PepsiCo NL BOL
  • Framleiðsluland: Holland
  • Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru: Ölgerðin Egill Skallagrímsson, Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík.
  • Dreifing: Verslanir um land allt.

Ástæða innköllunar er að mistök urðu í framleiðsluferli þessara tilteknu vara og olíuefni sem ekki eiga heima i vörunum blönduðust þeim á framleiðslustigi. Eðlileg neysla varanna er fullkomnlega örugg, en ef þeirra er neytt í miklu magni um langan tíma getur það mögulega verið heilsuskaðandi. Eðli málsins samkvæmt er varað við neyslu á umræddum vörum.

Ítarefni:


Getum við bætt efni síðunnar?