Fara í efni

Óheilnæmar aðstæður við framleiðslu á bræðingi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um framleiðslu á Krónu bræðingi við óheilnæmar aðstæður. Fyrirtækið hefur stöðvað sölu á vörunni og innkallað hana af markaði.

 

  • Vörumerki: Krónan. 
  • Vöruheiti: Bræðingur. 
  • Strikanúmer: 2700000955536. 
  • Nettóþyngd: 500 kg. 
  • Framleiðandi: Varan var framleidd í Hveragerði en er merkt FS Dreifingu í Garðabæ. 
  • Geymsluskilyrði: Kælivara. 
  • Dreifing: Verslanir Krónunnar um land allt. 

Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?