Of mikið A-vítamín í vítamínum fyrir börn
Innkallanir -
14.01.2026
Matvælastofnun varar neytendur við nokkrar framleiðslulotur af Gula miðanum Barnavít vegna þess að ráðlagður neysluskammtur er of hár fyrir A-vítamín.
Eingöngu er verið að innkalla eftirfarandi framleiðslulotur
- Vörumerki: Guli Miðinn
- Vöruheiti: Barnavít
- Strikamerki: 5690684000165
- Vörunr: 00BAR
- Framleiðandi: Tishcon corp.
- Framleiðsluland: Bandaríkin
- Innflytjandi: Heilsa ehf. Skarfagörðum 2, 104 Reykjavík.
- Lotunúmer og best fyrir dagsetning: 1271-5240 30.6.2028, 2191-4201 31.12.2027, 2711-4220,30.04.2027
- Dreifing: Austurbæjarapótek, Borgar Apótek, Lyfja, Krónan, Hagkaup, Fjarðarkaup, Lyfjaver, Heilsuver,
Apótekarinn, Lyf og Heilsa, Lyfsalinn, Fjarðarkaup, Hlíðarkaup, Kaupfélag Vestur – Húnvetninga, Þín
verslun Kassinn.

Neytendur sem keypt hafa Barnavít frá Gula miðanum með framgreindum lotunúmerum eru beðnir um að
neyta hennar ekki, farga eða skila vörunni þar sem hún var keypt eða til Heilsu ehf.