Fara í efni

Of langt geymsluþol merkt á regnbogasilungi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við regnbogasilungi frá Tungusilungi ehf. sem er ranglega merktur með of löngu geymsluþoli. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna með hjálp Matvælastofnunar.

Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna eftir ábendingu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur sem var í reglubundnu eftirliti á markaði. 

Innköllunin á einungis við eftirfarandi framsleiðslulotu:

  • Vöruheiti: Birkireyktur regnbogasilungur
  • Framleiðslulota: Best fyrir 10-02-21
  • Framleiðandi: Tungusilungur ehf, Strandgötu 39a, 460 Tálknafjörður
  • Dreifing: Fiskikóngurinn

Regnbogasilungur

Neytendur geta fengið nánari upplýsingar í síma 456-2664 og á netfanginu tungusilungur hjá simnet.is.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?