Fara í efni

Myglueitur í heslihnetum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun bárust upplýsingar í gegnum RASFF viðvörunarkerfið um innköllun á hökkuðum heslihnetum. Myglusveppaeitrið aflatoxín greindist yfir mörkum í hnetunum. Þær voru fluttar til landsins og settar í smærri pakkningar. Fyrirtækið Nathan og Olsen hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vörurnar af markaði.

  • Vörumerki Hagver, Líf
  • Vöruheiti: Heslihnetur hakkaðar
  • Framleiðandinn (pökkunaraðili): Gott fæði, Klettagörðum 19, 104 Reykjavík
  • Upprunaland: Tyrkland
  • Reykjanleikaupplýsingar:23.12.2015
  • Strikanúmer: 5690582134993 (Hagver), 5690595089532 (Líf)
  • Ástæður innköllunar: Aflatoxin (eitur myglusvepps) greindist yfir mörkum í hráefninu
  • Dreifing: Víðir, Fjarðarkaup, verslunin Urður. Krónan og Nóatún
Þeim sem keypt hafa þessar vörur er bent á að neyta þeirra ekki og farga eða skila þeim til Nathan & Olsen hf., Klettagörðum 19, 104 Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Guðrún E. Gunnarsdóttir, gæðastjóri Nathan & Olsen hf., í síma 530 8400 eða á netfanginu gudrun.gunnarsdottir@1912.is.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?