Fara í efni

Mygla í sólberjasafa

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar í gegnum RASFF viðvörunarkerfið um innköllun á dönsku sólberjasafti vegna myglu. Innflytjandinn vörunnar, Kaupás ehf., hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, innkallað tvær tegundir af saftinni.

 

  • Vörumerki: Gestus
  • Vöruheiti: Solbærsaft light og Solbærsaft
  • Strikanúmer: 5701410372194 (Solbærsaft light) og 5701410372187 (Solbærsaft). 
  • Nettómagn: 1L 
  • Best fyrir dagsetningar: Solbærsaft light: 14.06.2016 og 15.06.2016. Solbærsaft: 15.06.2016, 16.06.2016 og 17.06.2016
  • Lotunúmer: Solbærsaft light: L5166 og L5167. Solbærsaft: L5167, L5168, L5169 og L5170
  • Framleiðandi: Danish Bottling A/S, Danmörku
  • Innflytjandi: Kaupás ehf., Skarfagörðum 2, 104 Reykjavík
  • Dreifing: Allar verslanir Krónunnar, Kjarvals & Nóatún Austurveri

Viðskiptavinum sem hafa verslað vöruna í framangreindum verslunum er bent á að skila þeim í viðkomandi verslun. 

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?