Fara í efni

Mygla í köku

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun vekur athygli neytenda á innköllun á Drömmekage frá Danmörku sem fyrirtækið Ásbjörn Ólafsson ehf. flytur inn. Innköllunin er vegna möguleika á myglu í kökum áður en síðasti söludagur rennur upp. Fyrirtækið hefur innkallað kökurnar, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi fjórar framleiðslulotur:

  • Vörumerki: Dan cake
  • Vöruheiti: Drömmekage med lækker kokostopping
  • Nettómagn: 350 g
  • Best fyrir dagsetningar: 28/8, 2/9, 22/9, 28/9 (2020)
  • Strikamerki: 5709152018462
  • Framleiðandi: Dan Cake A/S, Hjortsvangen 15, 7323 Give, Danmörk
  • Innflytjandi: Asbjörn Ólafsson ehf, Köllunarklettsvegi 6, 104 Reykjavík
  • Dreifing: Verslanir um allt land

Innköllun á köku vegna hættu á myglu

Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga. Nánari upplýsingar um innköllunina veitir Ásbjörn Ólafsson ehf. í síma 820 1146.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?