Fara í efni

Mögulegar gleragnir í Stella Artois bjór

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við neyslu á tilteknum lotum af Stella Artois bjór vegna hugsanlegs galla í glerflöskum. Loturnar geta innihaldið gleragnir. Vínnes ehf. hefur innkallað Stella Artois bjór í 330 ml flöskum með best fyrir dagsetningum 06/12/18 og 07/03/19, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:

  • Vöruheiti: Stella Artois í 330 ml. glerflösku 
  • Best fyrir dagsetning: 06/12/18 og 07/03/19 
  • Framleiðandi: AB InBev 
  • Ástæða innköllunar: Mögulegur galli í framleiðslu 330 ml glerflaskna.
  • Framleiðsluland: Belgía 
  • Innflytjandi: Vínnes ehf, Skútuvogi 1F, 104 Reykjavík 
  • Dreifing: Vínbúðir ÁTVR, Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli, Fríhöfnin á Reykjavíkurflugvelli 

Vörur sem falla undir innköllunina hafa þegar verið teknar úr sölu Vínbúða ÁTVR en mögulegt er að neytendur eigi eintök með þessum tveimur best fyrir dagsetningum. Þeim einstaklingum sem hafa ofangreinda vöru undir höndum er bent á að skila henni til Vínness ehf. að Skútuvogi 1F, 104 Reykjavík eða í næstu Vínbúð ÁTVR og fá nýja í staðinn. 

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 580-3800 eða á info@vinnes.is.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?