Fara í efni

Mjólkurprótein í vegan smyrju

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi- eða óþol fyrir mjólk við ákveðinni framleiðslulotu af Naturli ekologisk vegan bredbart sem Kjarnavörur hf flytur inn. Mjólkurprótein fannst í vörunni sem seld er sem vegan og án þess að það komi fram á umbúðum. Fyrirtækið hefur tekið vöruna af markaði.

Innköllunin á eingöngu við um framleiðslulotur frá 30.08.19 til 27.11.19. 

Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu.


Getum við bætt efni síðunnar?