Fara í efni

Málmhlutur fannst í chile con carne

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar neytendur við neyslu á einni lotu af chili con carne frá Happ vegna þess að neytandi fann aðskotarhlut úr málmi í vörunni. Heilbrigðiseftirlitið í Reykjavík sendi upplýsingar til Matvælastofnunar um málið og hefur fyrirtækið Rotissier ehf. sem framleiðir vöruna innkallað lotuna af markaði.

Innköllunin á einungis við eftirfarandi lotu:

  • Vörumerki: HAPP 
  • Vöruheiti: Chili Con Carne
  • Strikamerki: 5694230 224981
  • Nettóþyngd: 700 g
  • Best fyrir: 11. júlí 2019
  • Framleiðandi: Rotissier ehf.
  • Dreifing: Krónan Granda, Krónan Lindir, Krónan Mosó, Krónan Flatahraun, Krónan Bíldshöfða og Krónan Selfossi.

Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni þar sem hún var keypt. Nánari upplýsingar má nálgast hjá Rotissier í síma 820-0019 eða netfanginu urvals@simnet.is.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?