Fara í efni

Lyf í fæðubótarefni

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá Yggdrasil heildsölu um innköllun á fæðubótarefni í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Fæðubótarefnið inniheldur N-Acetyl Cysteine (NAC) sem skilgreint er sem lyf á Íslandi. 

 

  • Vöruheiti: Now Ocu Support 120 capsules og 60 capsules
  • Framleiðandi: NOW
  • Framleiðsluland: Bandaríkin
  • Innflytjandi: Yggdrasill heildverslun
  • Dreifing: Um allt land

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?