Lúpína án notkunarleiðbeininga
Innkallanir -
07.08.2025
Matvælastofnun varar við neyslu á lúpínu án réttra notkunarleiðbeininga. Blóm í eggi - heilsuvörur hafa innkallað lúpínu í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vegna skorts á leiðbeiningum. Lúpína inniheldur af náttúrunnar hendi alkalóíða sem geta valdið eitrunareinkennum ef hún er ekki matreidd á réttan hátt. Nauðsynlegt er því að umbúðir séu merktar með skýrum notkunarleiðbeiningum.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum Evrópska hraðviðvörunarkerfið RASFF.
Einungis er verðið að innkalla eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: Nativo
- Vöruheiti: Chochos / altramuches
- Strikamerki: 8426967070245
- Lotunúmer: M0624
- Nettómagn: 500 g
- Framleiðsluland: Perú
- Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru: Blóm í eggi - heilsuvörur, Laugavegi 178, 105 Reykjavík.
- Dreifing: Eingöngu selt í verslun og í vefverslun Blóms í eggi - heilsuvara.
Leiðbeiningar til neytenda
Viðskiptavinum er bent á að neyta ekki vörunnar heldur farga henni. Einnig er hægt að skila henni í verslun Blóms í eggi – heilsuvara.