Listería í ostum
Innkallanir -
14.08.2025
Matvælastofnun varar við neyslu á tveimur tegunum af frönskum ostum sem Aðföng flytur inn vegna gruns um Listeria monocytogenis. Fyrirtækið hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað ostana.
Tilkynning um innköllun á ostum í Evrópu hefur komið í gegnum RASFF evrópska hraðviðvörunarkerfi.
Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotur:
- Vöruheiti: Duc de Loire
- Geymsluþol: Best fyrir 12-08-2025
- Lotunúmer: C5170112
- Nettómagn:300 g
- Upprunaland: Frakkland
- Vöruheiti: Royal Faucon Camembert
- Geymsluþol: Best fyrir 17-08-2025
- Lotunúmer: C5171077
- Nettómagn: 250 g
- Upprunaland: Frakkland
- Innflytjandi: Aðföng, Skútuvogi 7-9, 104 Reykjavík.
- Dreifing: Verslanir Hagkaupa um land allt.
Neytendur sem keypt hafa þessa osta skula ekki neyta þeirra, farga eða skila í verslun.