Fara í efni

Listería í laxasalati

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við neyslu á laxasalati vegna listeríu. Við innra eftirlit hjá fyrirtækinu Matur og Mörk greindist Listeria monocytogenes í laxasalati og hefur fyrirtækið innkallað allar lotur af laxasalati í varúðarskyni, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra.
 

  • Vöruheiti: Laxalalat
  • Framleiðandi: Matur og Mörk ehf, Frostagötu 3c, 603 Akureyri
  • Nettoþyngd: 200 gr.
  • Pökkunardagsetning: Allar pakkningar á markaði 
  • Geymsluskilyrði: Kælivara

Listeria monocytogenes getur orsakað sjúkdóm bæði hjá mönnum og dýrum og kallast þessi sjúkdómur listeriosis. Einkenni sjúkdómsins eru mild flensueinkenni, vöðvaverkir, hiti og stundum ógleði og niðurgangur. Alvarlegri einkenni eru heilahimnubólga í ungbörnum, blóðeitrun og getur sjúkdómurinn einnig valdið fósturláti. Í einstaka tilfellum getur bakterían valdið dauða, þá er yfirleitt um að ræða einstaklinga sem eru með skert ónæmiskerfi. 

Í flestum heilbrigðum einstaklingum veldur neysla á listeríumenguðum matvælum ekki sjúkdómi. Áhættuhópar eru barnshafandi konur, ófædd og nýfædd börn og einstaklingar með skert ónæmiskerfi. Hópsýkingar af völdum listeríu eru mjög sjaldgæfar, oftast er um að ræða einstaklingssýkingar.

Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að skila henni til fyrirtækisins eða í viðkomandi verslun.

Ítarefni

Frétt uppfærð 19.12.16 kl. 13:03


Getum við bætt efni síðunnar?