Fara í efni

Listería finnst áfram í graflaxi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Í síðustu viku innkallaði Ópal sjávarfang ehf graflax þar sem Listeria monocytogenes greindist yfir viðmiðunarmörkum við lok líftíma vörunnar. Frekari örverugreiningar hafa leitt í ljós að Listería monocytogenes greinist í gröfnum laxi sem framleiddur var á tímabilinu 5. - 18. september. Þess vegna hefur fyrirtækið ákveðið að taka graflax af markaði á meðan að ástæður og orsakir fyrir þessu er skoðaðar.  Því má búast við að ekki verði fáanlegur Graflax frá fyrirtækinu um nokkurt skeið.

Þeim sem eiga graflax frá Ópal sjávarfangi ehf með þessum framleiðsludögum er bent á að hafa samband við fyrirtækið í síma;  5176630 sem mun  endurgreiða vöruna. Ákvörðun þessi hefur ekki áhrif á aðrar afurðir sem fyrirtækið dreifir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ópal sjávarfangi.

Vöruheiti:  OpalSeafood

   Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili:  Ópal Sjávarfang ehf.,Grandatröð 8, 220 Hafnarfjörður, Ísland.
Auðkenni/skýringartexti:  Grafinn lax best fyrir 03.10.2011 til og með 15.10.2011“ Í vörunni greindist Listeria monocytogenes.
Laga- /reglugerðarákvæði:  30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.  Reglugerð nr. 102/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópusambandins nr. 178/2002, með síðari breytingum, nánar tiltekið 14. gr. reglugerðar EB nr. 178/2002.

Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?