Fara í efni

Lirfur í lífrænu súkkulaði

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Heilbrigðiseftirliti Vesturlands bárust upplýsingar frá forsvarsmanni Kaja Organic hf á Akranesi að fundist hefðu lirfur (kakóbaunaflugu) í súkkulaði sem fyrirtækið flytur inn. Súkkulaðið var keypt í Hagkaup í Smáralind í Reykjavík. Heilbrigðiseftirlitið fyriskipaði fyrirtækinu að kalla inn alla framleiðslu með þessu lotunúmeri hjá fyrirtækinu og sölustöðum.

Búið er að hafa samband við alla sölustaði skv. upplýsingum fyrirtækisins og innkalla vörur með sama framleiðslulotunúmeri og þetta súkkulaðistykki var úr.  Einnig er Kaja Organic búin að skoða  fleiri lotunúmer og kanna ástand vöru og hafa ekki  fundist fleiri gallaðar vörur.

Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru  eru beðnir um að skila vörunni til Kaja Organic hf.

  • Framleiðandi : 
  • LOVECHOCK
  • Antwoordnummer:46738
  • 1060 VL Amsterdam
  • The Netherlands
  • Lot:  142012                 
  • Best fyrir:  1-7-2015

Getum við bætt efni síðunnar?