Fara í efni

Leysiefni yfir mörkum í Oh Aik Guan sesamolíu

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun vekur athygli á innköllun á Oh Aik Guan sesamolíu frá Singapore vegna benzopyren og annarra leysiefna sem mældust yfir leyfilegum mörkum í olíunni. Víetnam market sem hefur flutt inn sesamolíuna hefur ákveðið að innkalla hana og taka af markaði í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. 

Annar innflytjandi, Lagsmaður, sem rekur tvær verslanir Fiska.is á Nýbýlavegi 14 í Kópavogi og í Lóuhólum 2-4 í Reykjavík var með sesamolíu með best fyrir dagsetningu 15.5.2022 en hún er uppseld. Þessar upplýsingar fékk Matvælastofnun frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.

Matvælastofnun fékk tilkynningu frá Hollandi um sesamolíuna í gegnum RASFF hraðvirðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli og fóður.

Innköllun á einungis við eftirfarandi best fyrir dagsetningar:

  • Vörumerki: Oh Aik Guan
  • Vöruheiti: Sesame oil
  • Nettómagn: 150 ml
  • Best fyrir: 12.3.2022, 15.5.2022, 1.10.2022
  • Framleiðsluland: Singapore
  • Innflytjandi: Vietnam Market
  • Dreifing: Vietnam Market, Fiska.is

Innköllun sesamolíu

Neytendum sem hafa keypt vöruna er bent á að hætta notkun hennar og farga eða skila henni þar sem hún var keypt.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?