Fara í efni

Kóprabjalla og lirfur í innfluttu hundafóðri

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun vekur athygli hundaeigenda á að fundist hafa kóprabjöllur (Necrobia rufipes) og lirfur þeirra í innfluttu hundafóðri. Um er að ræða 2 lotur (nr. 11-2019 og 12-2019) af Hill´s gæludýrafóðri sem heitir Prescription Diet, canine Z/D í 10 kg sekkjum.

Innflytjandinn Vistor hf. hefur innkallað þessar lotur í samráði við Matvælastofnun. Viðskiptavinir sem hafa keypt umræddar lotur af þessu hundafóðri geta skilað því til þess dýralæknis sem fóðrið var keypt af eða í Suðurhraun 12a í Garðabæ á lager Distica.

  • Vörumerki: Hills gæludýrafóður
  • Vöruheiti: Prescr. Diet, Canine Z/D 10 kg
  • Uppruni: Tékkland
  • Vörunúmer: 5341N
  • Nettómagn: 10 kg
  • Lotunúmer: 11-2019 og 12-2019
  • Framleiðandi: Hill’s Pet Nutrition
  • Innflytjandi: Vistor hf. Hörgstún 2, Garðabæ
  • Dreifing: Dýralæknastofur um land allt

Hafi hundaeigendur orðið varir við torkennilegar lirfur eða litlar bjöllur í hundafóðri hjá sér er eindregið bent á að þrífa vel bæði fóðurílát sem og umhverfi þeirra. Einnig er mikilvægt að senda ábendingar til Matvælastofnunar og söluaðila fóðursins. Þessar bjöllur geta valdið skaða á heimilum sbr. ítarefni að neðan. Hundum stafar þó ekki hætta af áti þessara bjallna eða lirfa þeirra.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?