Fara í efni

Kóprabjalla í Chicopee gæludýrafóðri

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Hinn 30. apríl fékk Matvælastofnun kvörtun frá kaupanda Chicopee gæludýrafóðri um að í því væru lifandi lirfur. Óskað var eftir að kaupandinn sendi restina af fóðrinu til Matvælastofnunar til frekari greininga. Farið var með sýni til Náttúrufræðistofnunar sem greindi í því tegundina kóprabjöllu (Necrobia rufipes).

Um var að ræða fóður í 7,5 kg pakkningum af Chicopee adult mini með best fyrir dagsetningu 16.02.14 og var það enn í sölu í apríl. Dýraríkið flytur þetta fóður inn, en það er framleitt hjá Harrison Pet Products í Þýskalandi (samþykkisnr. αDEBW127001). Matvælastofnun beindi þeim fyrirmælum til fyrirtækisins að taka þessa fóðurtegund úr sölu og innkalla hana.

Þetta fóður á að vera framleitt við þannig aðstæður og hitað nægjanlega til að fyrirbyggja að líf fái þrifist í því.

Af þessu tilefni beinir Matvælastofnun því til innflytjenda og notenda gæludýrafóðurs að tilkynna stofnuninni þegar í stað komi upp tilvik sem þessi. Kaupendur gallaðs fóðurs eru beðnir um að skila því til seljanda. 

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?