Fara í efni

Innköllun á sítrónudropum vegna gúmmíagna

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar  frá heilbrigðiseftirlitinu í Reykjavík um innköllun af markaði og innköllun frá neytendum á sítrónudropum vegna gúmmíagna.
 
Matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur hefur tekið af markaði og innkallað frá neytendum eftirfarandi matvæli:

  

Vörumerki:  Katla. 
Vöruheiti:  Sítrónudropar. 
Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili:  Katla matvælaiðja ehf., Kletthálsi 3, 110 Reykjavík. 
Auðkenni/skýringartexti:  Sítrónudropar í 30 ml glerflöskum.  Strikanúmer 5690591440009.  Neytandi tilkynnti Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um aðskotahluti (svartar agnir) í flösku af Kötlu sítrónudropum sem viðkomandi keypti í verslun á Akureyri.  Í kjölfar kvörtunarinnar fór starfsmaður frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur í matvöruverslun í Reykjavík og fann Kötlu sítrónudropa með aðskotahlutum í (svörtum ögnum).  Kvörtunin telst því staðfest.  Farið var með sýni af vörunni til Matís ohf. og beðið er niðurstöðu rannsókna; þó er ekki um að ræða örveruvöxt eða skordýr.  Um er að ræða Kötlu sítrónudropa með best fyrir dagsetningum 10.11.14 og 29.06.15 og eru þessar dagsetningar því teknar af markaði og innkallaðar frá neytendum.   
Laga- /reglugerðarákvæði:  8. og 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.  6. tl. 14. gr. fylgiskjals I við reglugerð nr. 102/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 178/2002 um almennar meginreglur og kröfur samkvæmt lögum um matvæli, um stofnun Matvælaöryggisstofnunar Evrópu og um málsmeðferð vegna öryggis matvæla auk áorðinna breytinga. 
Áætluð dreifing innanlands: Um land allt.


Ítarefni



Getum við bætt efni síðunnar?