Fara í efni

Innköllun á lífrænum möndlum vegna skordýra

Matvælastofun hefur fengið vitneskju um að Heildsalan Yggdrasill hafi ákveðið að innkalla 200 gr. evrópskar möndlur frá framleiðandanum Rapunzel. Innköllunin er gerð í varúðarskyni vegna skordýra sem fundust í vörunni erlendis en þau hafa ekki fundist hér landi. 

  • Vörumerki: Rapunzel
  • Vöruheiti: Evrópskar möndlur
  • Innflytjandi : Yggdrasill, Suðurhrauni 2b, 210 Garðabæ.
  • Auðkenni/skýringartexti: Fundist hafa skordýr í möndlum erlendis og af öryggissjónarmiðum hefur Yggdrasill ákveðið að innkalla tvær lotur með best fyrirdagsetningunum 21.08.2013 og 22.08.2013.
  • Laga- /reglugerðarákvæði: Reglugerð nr. 102/2010 gr. 14. um öryggi matvæla hefur fyrirtækið ákveðið að inna vörunar þó engin hætta stafi af möndlunum.
  • Áætluð dreifing innanlands: Fjarðarkaup, LIFANDI markaður, Nettó, Heilsuhúsið og Samkaup Úrval.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?