Fara í efni

Hætta á yfirþrýstingi í Floridana safa í plastflöskum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið eftirfarandi upplýsingar frá heilbrigðiseftirlitinu í Reykjavík um innköllun Ölgerðarinnar á ávaxtarsafa, öllum bragðtegundum og allar dagsetningar. Innköllunin er gerð vegna þess að yfirþrýstingur hafi myndast í flöskunum og valdið nokkrum slysum þegar flöskurnar hafa verið opnaðar.

 

Nánar:

  • Vöruheiti: Floridana ávaxtasafi, allar bragðtegundir.
  • Best fyrir: Allar dagsetningar.
  • Nettómagn: 330 ml og 1 líter.
  • Umbúðir: Plastflöskur.
  • Framleiðandi: Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf., Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík.
  • Dreifing: Sölustaðir um land allt.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?