Fara í efni

Hætta á sprengingu á sósuflösku vegna gerjunar

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við neyslu á einni lotu af Sriacha hot chili sauce vegna hættu á að flaskan springi af völdum gerjunar. Innflytjandinn er Víetnam market og hefur fyrirtækið innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. 

Upplýsingar um vöruna bárust Matvælastofnun í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli á markaði.

Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi lotu:

  • Vörumerki: Tuong Ot Srirhacha
  • Vöruheiti: Sriracha Hot Chili Sauce
  • Nettómagn: 740.0 ml
  • Lotunúmer: H9TMKA 44 33
  • Best fyrir: 01/03/2021
  • Dreifing og innflutningur: Vietnam Market

Chili sósa

Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna er bent á að hætta notkun hennar og farga eða skila henni í Vietnam Market, þar sem hún var keypt.

Nánari upplýsingar má nálgast hjá Vietnam Market, Suðurlandsbraut 6, í tölvupósti: info@vy.is.

Ítarefni

Uppfært 06.12.19 kl. 13:08

 


Getum við bætt efni síðunnar?