Fara í efni

Hætta á myglu í Vanillas snúðum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við neyslu á tveimur lotum af Vanillas snúðum frá Pågen vegna möguleika á að gæði deigs og gerjun valdi því að vanillukremið leki og auki líkur á myglu í vörunni. Ó. Johnson og Kaaber ehf. hefur innkallað vöruna af markaði í samráði við Heilbriðgiseftirlit Reykjavíkur.

Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður.

Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotur:

  • Vöruheiti: Vanillas
  • Framleiðandi : Pågen
  • Þyngd: 195g
  • Best fyrir: 20.07.2021 og 12.07.2021
  • Strikamerki: 7311070006230
  • Framleiðsluland: Svíþjóð
  • Dreifing: Fjarðarkaup, Skerjakolla, Bónus, Kostur, Mini Market, Plúsmarkaðurinn, Kjörbúðin, Krambúðin, Nettó, Iceland, Kaupfélag Skagfirðinga, Krónan, Hagkaup, Extra24, 10-11, Heimkaup, Melabúðin, Kauptún.

Pagen Vanillas

Neytendur sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila henni til Ó.Johnson og Kaaber ehf., Tunguhálsi 1, Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Ó.Johnson og Kaaber í síma 535-4000 eða með tölvupósti í gegnum netfangið ojk(hjá)ojk.is.

Ítarefni:

Fréttatilkynning  Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur

Fréttatilkynning Ó. Johnson og Kaaber

 


Getum við bætt efni síðunnar?