Fara í efni

Grunur um salmonellu í kjúklingi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Grunur um salmonellu hefur komið upp í ferskum kjúklingi framleiddum af Reykjagarði. Fyrirtækið hefur innkallað kjúkling með rekjanleikanúmerinu (Rlnr.) 001-15-08-1-01 í samráði við Matvælastofnun. Þeir sem eru með ferska kjúklinga frá fyrirtækinu með fyrrgreindu rekjanleikanúmeri geta skilað kjúklingnum í viðkomandi verslun eða beint til Reykjagarðs, Fosshálsi 1, 110 Reykjavík.

Ítarefni


    Getum við bætt efni síðunnar?