Grunur um salmonellu í kjúklingi
				Innkallanir - 
		
					22.05.2013			
	
			
			Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.		
		Grunur um salmonellu hefur komið upp í ferskum kjúklingi framleiddum af Reykjagarði. Fyrirtækið hefur innkallað kjúkling með rekjanleikanúmerinu (Rlnr.) 002-13-15-7-0303. Þeir sem eru með ferska kjúklinga frá fyrirtækinu með fyrrgreindu rekjanleikanúmeri geta skilað kjúklingnum í viðkomandi verslun eða beint til Reykjagarðs.
Tekið skal fram að ef leiðbeiningum um eldun á umbúðum er fylgt og kjarnhiti kjötsins nær 72°C er ekki talin hætta á að fólk geti smitast af salmonellu. Ekki liggur fyrir grunur um að aðrar afurðir hjá Reykjagarði séu mengaðir af salmonellu.