Fara í efni

Grunur um salmonellu í kjúklingi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við neyslu á ferskum kjúklingi (bringum, lundum, bitum og vængjum) frá Reykjagarði með rekjanleikanúmerinu 019-20-16-1-01 vegna gruns um salmonellu. Kjúklingurinn er seldur undir merkjum Holta og Kjörfugls. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna af markaði.

Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vöruheiti: Holta og Kjörfugl
  • Vörutegund: Ferskar bringur, lundir, bitar og vængir
  • Framleiðandi: Reykjagarður hf., Fosshálsi 1, 110 Reykjavík
  • Rekjanleikanúmer: 019-20-16-1-01
  • Dreifing: Verslanir Iceland, Hagkaupa og Costco

Neytendur sem hafa keypt kjúklinga með þessu rekjanleikanúmeri geta skilað vörunni til viðkomandi verslunar eða beint til Reykjagarðs hf. að Fosshálsi 1, 110 Reykjavík.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?