Fara í efni

Grunur um salmonellu í grísakótilettum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við neyslu á Lúxus grísakótilettum frá Krónunni. Salmonella greindist í einu sýni í skimun Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga á sjúkdómsvaldandi örverum í kjöti á markaði. Nánari rannsókna er þörf til að staðfesta greininguna.

Krónan ehf. hefur ákveðið að innkalla af markaði lúxus ókryddaðar og kryddaðar grísakótilettur frá Spáni, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

grísakótilettur

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:

  • Vörumerki: Krónan
  • Vöruheiti: Lúxus grísakótilettur úrb., Lúxus grísakótilettur ítölsk marinering, Lúxus grísakótilettur New York
  • Síðasti notkunardagur: Allar dagsetningar
  • Geymsluskilyrði: Kælivara
  • Upprunaland kjöts: Spánn
  • Innflytjandi: Krónan ehf., Skarfagörðum 2, 104 Reykjavík
  • Framleiðandi: Krónan ehf.
  • Dreifing: Verslanir Krónunnar um land allt

Neytendur sem keypt hafa þessar vörur eru beðnir um að skila þeim í næstu Krónuverslun og fá þær endurgreiddar. Nánari upplýsingar veitir: Sigurður Gunnar Markússon hjá Krónunni, smark@kronan.is.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?