Fara í efni

Grunur um salmonellu í ferskum kjúklingi

Matfugl hefur sent upplýsingar um innköllun á ferskum kjúkling vegna gruns um salmonellusmit. Fyrirtækið hefur í samráð við Matvælastofnun innkallað vöruna.

Eingöngu er verið að innkalla eina framleiðslulotu með rekjanleikanúmerinu 011-25-49-6-64 með tveimur pökkunardögum.

  • Vörumerki: Ali og Bónus
  • Framleiðandi: Matfugl ehf, Völuteigi 2, 270 Mosfellsbæ
  • Lotunúmer: 011-25-49-6-64 (heill kjúklingur, bringur, lundir, bitar, kryddleginn heill fugl), pökkunardagur 08.01.2026 og 09.01.2026
  • Dreifing: Bónusverslanir, Krónuverslanir.

Neytendur sem keypt hafa vöruna geta skilað vörunni til verslunar til endurgreiðslu eða til Matfugls ehf., Völuteigi 2, Mosfellsveit.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?