Fara í efni

Grunur um möndlur í kryddblöndum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um að fyrirtækið Aðföng hafi innkallað kryddblöndur vegna gruns um að þær innihaldi möndlur án þess að það komi fram í innihaldslýsingu. 

Þetta er önnur innköllunin á Santa Maria kryddum á stuttum tíma. Upplýsingarnar bárust Matvælastofnun í gegnum RASFF evrópska viðvörunarkerfið. Stofnunin hefur upplýst viðkomandi heilbrigðiseftirlitsvæði sem vinna nú að innköllun í samstarfi við innflytjendur.

  • Vörumerki: Santa Maria
  • Vöruheiti: Grillkrydda 61g, Kycklingkrydda 750g, Steakhouse BBQ Spice 700g, Pommes Friteskrydda 1000g, Grillkrydda 800g, Allroundkrydda 1000g. 
  • Framleiðandi: Santa Maria, Svíþjóð
  • Innflytjandi: Aðföng, Skútuvogi 7, 104 Reykjavík. 
  • Rekjanleikaupplýsingar (lotunúmer, geymsluþolsmerking): Sjá fréttatilkynning frá Santa Maria í viðhengi
  • Áætluð dreifing innanlands: Allar verslanir Bónus (Grillkrydda 61g) og Stórkaup (aðrar kryddblöndur sem tilgreindar eru hér að ofan). 

Viðskiptavinir sem keypt hafa umræddar vörur og eru viðkvæmir fyrir hnetum (s.s. möndlum) og afurðum úr þeim eru hvattir til að neyta þeirra ekki og farga eða skila vörunum til þeirrar verslunar þar sem þær voru keyptar. Frekari upplýsingar veitir gæðastjóri Aðfanga í síma 530 5600 eða á netfanginu gaedastjori@adfong.is. 

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?