Fara í efni

Gölluð framleiðslulota Stoðmjólkur

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá Mjólkursamsölunni ehf (MS) um að MS hafi tekið af markaði og innkallað frá neytendum Stoðmjólk með best fyrir dagsetningunni 04.10.2015.

  • Vöruheiti: Stoðmjólk
  • Strikamerki: 5690527185004
  • Framleiðandi: Mjólkursamsalan ehf á Selfossi
  • Nettómagn: 500 ml
  • Best fyrir dagsetning: 04.10.2015
  • Dreifing: Verslanir um allt land

Ástæða innköllunarinnar er að þessi framleiðslulota vörunnar stenst ekki gæðakröfur.

Matvælastofnun hefur borist ein tilkynning þar sem talið var að rekja mætti veikindi barns til neyslu stoðmjólkur með best fyrir dagsetningu 04.10.2015.

Þeir sem eiga vöruna eru beðnir um að neyta vörunnar ekki  og er bent á að þeir skili vörunni í þá verslun þar sem hún var keypt eða snúi sér beint til Mjólkursamsölunnar. 

Nánari upplýsingar veita starfsmenn gæðadeildar Mjólkursamsölunnar í síma 450 1100 eða hægt er að koma ábendingum á framfæri í netfangið geirj@ms.is.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?