Fara í efni

Glúten í maíssnakki

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar neytendur með glútenóþol við neyslu á maíssnakkinu Amaizin Natural Corn Chips. Snakkið er merkt glútenlaust en greindist með glúten yfir leyfilegum mörkum. 

Matvælastofnun bárust upplýsingarnar í gegnum viðvörunarkerfi Evrópu (RASFF) um matvæli og fóður. Innflytjandi hefur innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. 

  • Vöruheiti: Amaizin Natural Corn Chips 
  • Strikanúmer: 8716099102007 
  • Nettómagn: 150 g 
  • Lotunúmer: 37331 
  • Best fyrir: 27.07.18 
  • Framleiðandi: Amaizin 
  • Dreifing: Nettó Granda, Nettó Selfossi, Fjarðarkaup ehf, Heilsuhúsið Laugavegi og Hlíðarkaup.

Maíssnakk

Tekið skal fram að varan er skaðlaus fyrir þá sem ekki eru viðkvæmir fyrir glúteni. Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru viðkvæmir fyrir glúteni eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða hafa samband við Heilsu ehf., Bæjarflöt 1-3, í síma 517 0670.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?