Fara í efni

Glerbrot í salsa sósu

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar neytendur við einni framleiðslulotu af Mild Chunky Salsa sósu frá Old Fashioned Cheese (OFC) sem Aðföng ehf. flytur inn vegna glerbrots sem fannst í einni krukku. Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vöruna.

Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vörumerki: Old Fashioned Cheese (OFC)
  • Vöruheiti: Mild Chunky Salsa
  • Geymsluþol: Best fyrir 16-02-2025 ( EXP 16 FEB 2025 )
  • Lotunúmer: MCSP 24-047 001
  • Strikamerki: 048707444215 Nettómagn: 425 g
  • Framleiðandi: Old Fashioned Foods, Inc. Framleiðsluland: Bandaríkin
  • Innflytjandi: Aðföng, Skútuvogi 7-9, 104 Reykjavík.
  • Dreifing: Verslanir Hagkaupa og Bónuss um land allt.

Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki heldur farga eða fá endurgreitt í verslun þar sem hún var keypt.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?