Fara í efni

Glerbrot í núðlum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við einni framleiðslulotu af Mama tom yum pork sem fyrirtækið Lagsmaður flytur inn vegna glerbrots. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna af markaði í samráði við heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar, Garðarbæjar og Kópavogs.

Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vörumerki: Mama
  • Vöruheiti: Instant noodles with tom yum pork flavour 60g
  • Innflytjandi: Lagsmaður ehf. / Fiska.is
  • Best fyrir / Lotunúmer: 28-04-2022 / 1D4SD11
  • Framleiðsluland: Thailand
  • Geymsluskilyrði: Á þurrum stað
  • Dreifing: Verslun Fiska.is, Nýbýlavegi 6, 200 Kópavogur

Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki og skila henni til verslunar á Nýbýlavegi 6, Kópavogi gegn endurgreiðslu.

núðlur

 Ítarefni

 


Getum við bætt efni síðunnar?