Fara í efni

Galli í steikarpönnum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hafa borist upplýsingar í gegnum hraðviðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður (RASFF) um flagnandi húð á hjartalöguðum pönnum (Heart Fryer w/black handle - vörunúmer 20091744) sem Tiger selur. Húðunin í síðustu sendingu af pönnunni er gölluð og getur flagnað af við mikinn hita. Tiger hefur innkallað pönnurnar af heilsufarsástæðum.
Þeir sem keypt hafa þessa vöru geta skilað henni í eina af fjórum verslunum Tiger á Íslandi gegn fullri endurgreiðslu. 

Nánari upplýsingar fást hjá Tiger í síma 565 9930 eða sendu tölvupóst á tiger@tiger.is.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?