Fara í efni

Galli í dósum undir fiskbúðing

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun vekur athygli neytenda á innköllun á Ora fiskbúðingi vegna galla í dósum. Ora hefur innkallað framleiðslulotur með tveimur best fyrir dagsetningum, í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.

Innköllunin nær til eftirfarandi vöru: 

  • Vöruheiti: Ora Fiskbúðingur í 1/1 dós 
  • Strikamerki: 5690519000032 
  • Nettóþyngd: 855g 
  • Lotunúmer: L1C1561, L1C1562, L1C1563, L1C1071, L1C1072 
  • Best fyrir (BF): 17.04.2022 og 06.06.2022 
  • Framleiðandi: Ora ehf 

Ora fiskbúðingur

Neytendum sem keypt hafa Ora fiskbúðing með þessum lotunúmerum er bent á neyta hans ekki. Neytendur geta skilað vörunni til ÍSAM, Tunguhálsi 11, 110 Reykjavík eða haft samband við gæðastjóra Ora í síma 522 2770 eða á netfangið helgam@ora.is

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?