Egg vanmerkt í kleinuhringjum
Innkallanir -
29.07.2025
Matvælastofnun varar neytendur með eggjaofnæmi við neyslu á vörunni "Gamaldags kleinuhringir súkkulaði 4 stk" frá Lindabakarí vegna vanmerkinga á eggjainnihaldi. Kleinuhringirnir innihalda egg í meira magni en snefilmagni líkt og merkt er á pakkninguna. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness. Innköllunin á eingöngu við vörur með best fyrir dagsetningar til og með 29.7.2025.
- Vörumerki: Lindabakarí
- Vöruheiti: Gamaldags kleinuhringir
- Framleiðandi: Lindabakarí
- Best fyrir dagsetningar: Allar best fyrir dagsetningar til og með 29.7.2025
- Dreifing: Verslanir Hagkaups á höfuðborgarsvæðinu, Lindabakarí í Kópavogi og Hafnarfirði.
Ítarefni
- Fréttatilkynning frá Lindabakaríi
- Fréttatilkynning Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.
- Listi Matvælastofnunar yfir innkallanir
- Matvælastofnun á facebook
Uppfært 30. júlí.