Fara í efni

Egg og sinnep ekki tilgreind á þorrabakka

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar þá sem hafa ofnæmi eða óþol fyrir sinnepi eða eggjum við neyslu á Hjónabakka, þorramatur fyrir tvo frá Múlakaffi. Fyrirtækið Múlakaffi hefur hafið innköllun með aðstoð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

Þeim sem ekki hafa ofnæmi eða óþol fyrir sinnepi og eggjum stafar ekki hætta af vörunni.

  • Vörumerki: Múlakaffi
  • Vöruheiti: Hjónabakki, þorramatur fyrir tvo
  • Strikanúmer: 5694310450157
  • Best fyrir dagsetningar: 17.01.2021 og 23.01.2021
  • Framleiðandi: Múlakaffi
  • Framleiðsluland: Ísland
  • Dreifingaraðili: Múlakaffi
  • Dreifing: Verslanir Krónunnar og Melabúðin

þorrabakki

Neytendur sem keypt hafa vöruna geta skilað henni þar sem hún var keypt.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?