Fara í efni

E.coli í frönskum osti

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við einni framleiðslulotu af  frönskum osti Morbier Tradition Émotion sem Aðföng ehf. flytur inn vegna gruns um E. coli myndandi shigatoxin smit. Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlitið í Reykjavík tekið úr sölu og innkallað vöruna.

Einungis er verið að innkalla eftirfarandi framleiðslulotu:

  •  Vöruheiti: Morbier Tradition Émotion
  • Nettómagn: 100g
  • Umbúðir: Plastumbúðir
  • Strikamerki: 3292790340085
  • Best fyrir dagsetning: 23/02/2025
  • Lotunúmer: 32021A105436
  • Geymsluskilyrði: KÆLIVARA, 0-4°C
  • Framleiðandi og framleiðsluland: Jean Perrin (FR 25 155 001 CE), Frakkland
  • Innflytjandi: Aðföng, Skútuvogi 7-9, 104 reykjavík
  • Dreifing: Verslanir Hagkaups

 Neytendur sem keypt hafa umrædda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skilað henni í versluninni þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?