Díoxín í eggjum
Innkallanir -
17.09.2025
Matvælastofnun varar við neyslu á eggjum frá Landnámseggjum ehf. með best fyrir dagsetningu 7. október 2025. Í reglubundu eftirliti fannst of mikið magn að díoxíni. Fyrirtækið hefur í samráði við Matvælastofnun innkallað eggin og hænur hafa verið fluttar inn í hús meðan rannsókn stendur yfir.
Eingöngu er verið að innkalla eftirfarna framleiðslulotu:
- Vörumerki: Landnámsegg
- Vöruheiti: Landnámsegg
- Lotunúmer: Best fyrir 7. okt 2025
- Strikamerki: 5 694110 073907
- Framleiðandi: Landnámsegg ehf., Austurvegur 8, 630 Hrísey
- Dreifing: Melabúðin, Fjarðarkaup, Hagkaup Skeifa, Hagkaup Kringla, Hagkaup Garðabær, Hagkaup Smáralind og Hríseyjarbúðin
Neytendur skulu ekki neyta eggjanna heldur farga eða skila í verslun þar sem þau voru keypt.
Ítarefni
- Landnámsegg á Facebook
- Listi Matvælastofnunar yfir innkallanir
- Matvælastofnun á facebook
- Upplýsingar um díoxín á heimasíðu Matvælastofnunar
https://www.facebook.com/profile.php?id=100057089964909