Fara í efni

Bjórdósir geta bólgnað

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við einni framleiðslulotu af Mosaic IPA frá Albani Bryggerierne vegna þess að bjórdósir geta bólgnað og sprungið. Dista ehf. og ÁTVR hafa innkallað bjórinn í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness (HEF).

Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotu:

Vörumerki: Albani

Vöruheiti: Mosaic IPA, 330 mL

Best fyrir dagsetning: 11.05.2023

Strikamerki: Á dós: 5741000171387, á kassa með 24 dósum: 5741000156100

Framleiðandi: Albani Bryggerierne, Tværgade 2, 5100 Odense C í Danmörku

Innflytjandi: Dista ehf. Ásbúð 9, 210 Garðabæ

Dreifing: Verslanir  ÁTVR 

Þau sem eiga þessa vöru, með fyrrnefndri best fyrir dagsetningu, eru beðin um að farga henni eða skila henni í næstu Vínbúð og fá hana þar bætta. Ef umbúðir vörunnar eru bólgnar er rétt að leiðbeina um að opna umbúðirnar að viðhafðri fyllstu varúð.

Albani Mosaic_IPA bjór

Ítarefni:

 


Getum við bætt efni síðunnar?