Fara í efni

Atrópín í lífrænum barnamat

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið tilkynningu í gegnum evrópska hraðviðvörunarkerfið RASFF um innköllun á lífrænum barnamat vegna of mikils magns atrópíns í vörunum. Atrópín er náttúrulegt eiturefni í jurtum sem getur valdið einkennum á borð við oföndun, ringlun og óróa. Matvælastofnun upplýsti Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis um innflutning á vörunum af hálfu Yggdrasils ehf., sem er undir eftirliti heilbrigðiseftirlitsins. Yggdrasill hefur í samráði við heilbrigðiseftirlitið innkallað vörurnar af markaði.

 • Vöruheiti: Holle Organic Millet Porridge apple-pear
 • Framleiðandi: Holle
 • Framleiðsluland: Þýskaland
 • Þyngd: 250 g
 • Innflytjandi: Yggdrasill heildverslun
 • Lotunúmer L13239
 • Best fyrir dagsetning 30/04/2015
 • Vöruheiti: Holle Organic Millet Porridge with rice
 • Framleiðandi: Holle
 • Framleiðsluland: Þýskaland
 • Þyngd: 250 g
 • Innflytjandi: Yggdrasill heildverslun
 • Lotunúmer L14103 og L13219
 • Best fyrir dagsetning: 30/11/2015 og 30/04/2015

 • Dreifing: Hagkaup (Akureyri, Eiðstorgi, Garðabæ, Holtagörðum, Kringlunni, Skeifunni, Smáralind, Spönginni), Heilsuhúsið (Kringlunni, Laugarvegi, Lágmúla, Selfossi, Smáratorgi), Hlíðarkaup, Blómaval (Skútuvogi), Iceland (Arnarbakka og Engihjalla), Kaskó (Keflavík), Kaupfélag Skagfirðinga, Kaupfélagið Hvammstangi, Krónan (Akranesi, Árbæ, Breiðholti, Granda, Hafnarfirði, Höfða, Lindum, Mosfellsbæ, Reyðarfirði, Reykjavíkurvegi, Selfossi, Vallarkór og Vestmannaeyjum), Lifandi Markaður Borgartúni, Víðir (Garðatorgi, Skeifunni og Vesturbæ), Úrval (Bolungarvík, Húsavík, Ísafirði), Melabúðin, Þín Verslun Ólafsvík, Vöruhús Kaupás (Bakkinn), Brauðhúsið (Grímsbæ), Nettó (Akureyri, Borgarnesi, Egilsstöðum, Granda, Grindavík, Hverafold, Höfn í Hornafirði, Mjódd, Njarðvík, Salarvegur og Selfossi). Nóatún (Austurveri, Grafarholti, Hamraborg, Hringbraut, Nóatúni), Strax Búðarkóri

Neytendum sem eiga þessar vörur heima hjá sér er ráðlagt að skila vörunum gegn endurgreiðslu eða henda þeim.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?