Fara í efni

Aðskotahlutur í pepperoni

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá IKEA um innköllun á Heima pizza pepperoni vegna aðskotahlutar. Áleggið var skorið án þess að umbúðafilma hafi verið fjarlægð.

Innköllunin einskorðast við eftirfarandi vöru: 
 

  • Vöruheiti: Heima pizza pepperoni frá IKEA
  • Sölutímabil: 10.-18. apríl 2017
  • Best fyrir dagsetning: 22.05.17
  • Vörunúmer: 9617006

Viðskiptavinum er bent á að skila vörunni til IKEA gegn endurgreiðslu. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 520 2500.

Ítarefni

Frétt uppfærð 19.04.17 kl. 17:17


Getum við bætt efni síðunnar?