Fara í efni

Aðskotahlutur í kókosolíu

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá heilbrigðiseftirlitinu í Reykjavík um innköllun á kókosolíu vegna aðskotahlutar. Kókosolían er í 200g glerkrukku merkt Himneskt og er frá fyrirtækinu Aðföngum sem hefur innkallað eina lotu. Innköllunin varðar eingöngu best fyrir dagsetninguna 31.07.2016, en hún er áletruð ofan á lok krukkunnar. 

  • Vöruheiti: HIMNESKT Lífræn kókosolía 
  • Strikamerki: 5690350059947 
  • Nettóþyngd: 200g 
  • Best fyrir dagsetningar: 31-07-2016 
  • Dreifing: Verslanir Bónusar, Hagkaupa, Stórkaupa, matvöruversluna KS, 10-11 og Gló Fákafeni. 

Viðskiptavinum sem keypt hafa vöruna er bent á að þeir geta skilað henni í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?