Fara í efni

Aðskotahlutur í Hunda harðfiski

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá Tradex  ehf. um öngul sem fannst í poka af Hunda harðfiski sem framleiddur er af fyrirtækinu. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna af markaði í samvinnu við Matvælastofnun. 

Innköllunin einskorðast við eftirfarandi lotu: 

  • Vöruheiti: Hundaharðfiskur, 200g, 
  • Fyrirtæki: Tradex ehf., Eyrartröð11, 220 Hafnarfjordur 
  • Best fyrir dagsetning: 05.07.19
  • Auðkenni: Lota L16187 
  • Dreifing: Verslanir Bónusar

Þeir sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um að skila henni til framleiðanda, Tradex ehf., eða til viðkomandi Bónus verslunar. Halldór Halldórsson framkvæmdastjóri Tradex ehf. veitir nánari upplýsingar (s. 555 6660, halldor@tradex.is).

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?