Aðskotahlutur í First Price rúsínum
				Innkallanir - 
		
					30.05.2016			
	
			
			Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.		
		Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um að Kaupás hafi í samráði við Heilbrigðiseftirlitið, innkallaða First Price rúsínur vegna aðskotahlutar úr plasti.
Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:
- Vörumerki: First Price
 - Vöruheiti: Rúsínur
 - Strikamerki: 7311011074183
 - Lotunúmer: Öll lotunúmer
 - Nettó magn: 250 g
 - Best fyrir: Allar dagsetningar
 - Framleiðandi: Sun Maid growers of California
 - Framleiðsluland: USA
 - Dreifingaraðili: Kaupás ehf.
 - Dreifing: Allar verslanir Krónunar, allar verslanir Kjarvals og Nóatún Akureyri.
 
Viðskiptavinum sem keypt hafa vöruna í framangreindum verslunum er bent á að neyta þeirra ekki og farga eða skila þeim í viðkomandi verslun.
Frekari upplýsingar veitir innkaupasvið Kaupáss í síma: 559-3052, netfang: markus@kaupas.is
Ítarefni