Fara í efni

Aðskotahlutur í Ali bjúga

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við neyslu á Ali bjúgum frá Síld og fisk ehf. með Best fyrir dagsetningum 04.02.20, 05.02.20 og 11.02.20 vegna gruns um glerbrot í einu bjúga. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna.

Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vöruheiti: Ali bjúgu
  • Framleiðandi: Síld og fiskur, Dalshrauni 9b, 220 Hafnarfjörður
  • Þyngd: 750 g
  • Best fyrir dagsetningar: 04.02.20, 05.02.20 og 11.02.20
  • Lotunúmer: 14.01.20, 15.01.20 og 21.01.20
  • Dreifing: Verslanir Bónusar, Krónunnar og Hagkaupa. Heimkaup, Nóatún, Iceland Keflavík og Super1

Ali bjúgu innköllun

Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki og skila henni til fyrirtækisins eða viðkomandi verslunar gegn endurgreiðslu.

Ítarefni

Uppfært 31.01.20 kl. 16:09


Getum við bætt efni síðunnar?