Aðskotaefni í þurrmjólk fyrir börn
Innkallanir -
13.01.2026
Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar um innköllun á NAN þurrmjólk fyrir börn sem Danól ehf. flytur inn vegna þess að það gæti innihaldið aðskotaefni. Í fyrstu var talið að innköllunin ætti ekki við Ísland en seinna kom í ljós að þrjár innkallaðar vörur höfðu borist til landsins og voru á markaði. Fyrirtækið brást skjótt við og í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur voru vörurnar innkallaðar.
Eingöngu er verið að innkalla eftirfarandi framleiðslulotur af þremur vörutegundum.
Nánar
- Vörumerki: Nestlé
- Vöruheiti: NAN Expert Pro HA 1
- Lotunúmer: 51690742F4
- Best fyrir dagsetning: 30.06.2027
- Vörumerki: Nestlé
- Vöruheiti: NAN Pro 1
- Lotunúmer: 51180346AC
- Best fyrir dagsetning: 30.04.2027
- Vörumerki: Nestlé
- Vöruheiti: NAN Pro 1
- Lotunúmer: 51250346AC
- Best fyrir dagsetning: 31.05.2027
- Innflytjandi: Danól, Fosshálsi 25, 110 Reykjavík.
- Dreifing: Verslanir Hagkaupa og Bónuss, Costco, Lyfjaval Vesturlandsvegi, verslanir Krónunnar, verslanir
Samkaupa, Mój Market Nóatúni, Mini Market Smiðjuvegi, Bjarnabúð, Kaupfélag Vestur
Húnvetninga, ýmis apótek.


Neytendur sem keypt hafa vörurnar skulu hætta notkun þeirra, farga eða skila til verslana eða Danól ehf.