Fara í efni

Aðskotaefni í frosnum fiski

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við neyslu á frosnum fiski frá Víetnam með vöruheitinu Redtail Tinfoil Barb vegna aðskotaefnis. Fyrirtækið Dai Phat sem flutti inn vöruna hefur innkallað allar framleiðslulotur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Aðskotaefnið malachite green sem er notað sem lyf í fiskiræktun er eitrað og krabbameinsvaldandi.

Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF evrópska viðvörunarkerfið um hættuleg matvæli og fóður og gerði heilbrigðiseftirlitinu viðvart.

Innköllunin á við allar framleiðslulotur:

  • Vöruheiti: Frozen Redtail Tinfoil Barb
  • Lotunúmer: Allar best fyrir dagsetningar
  • Strikamerki: 7350072778479
  • Nettómagn: 850g
  • Geymsluskilyrði: Frystivara
  • Framleiðandi: Viet Asia Foods Co.
  • Framleiðsluland: Víetnam
  • Innflutningsfyrirtæki: Dai Phat Trading Inc. ehf. Faxafeni 14, 108 Reykjavík
  • Dreifing: Dai Phat Trading Inc. ehf. Faxafeni 14, 108 Reykjavík

Tinfoil Barb

Viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í verslunina þar sem hún var keypt gegn endurgreiðslu. Frekari upplýsingar í síma 578-3889.

Ítarefni

Uppfært 10.12.20 kl. 14:11


Getum við bætt efni síðunnar?